Hvítlauksfiskur fyrir lengra komna


hvitlauks-fiskur-3

hvitlauks-fiskur-1

hvitlauks-fiskur-2

 

Upphaflega er þetta saltfisks réttur og er hann algjört lostæti. Okkur langaði að prófa þennan rétt úr þorski og hnakkastykkjum. Við vorum ekki svikinn af þessum rétti. Hann var fullkominn þó svo mér finnist þessi réttur betri úr saltfiskinum, en  þá má alveg prófa nýjar útfærslur.

Hráefni:
Fiskur fyrir jafn marga og munu borða hann (kannski extra í afganga daginn eftir)
Hveiti
Olía til steikingar
HVÍTLAUKUR upp að þolmörkum

Þessi réttur finnst okkur algjör snilld. Magn af fisk og hvítlauk ræðst bara af því hversu margir eru í mat. Í okkar tilviki vorum við tvö að borða með tæpt kíló af fisk til að eiga í hádegismat daginn eftir. Við notuðum rúma tvo hvítlauka sem kláruðust nánast um kvöldið, enda eru þeir minna spennandi úr ísskápnum daginn eftir. Upprunalega er notaður saltfiskur í þennan rétt og „aðeins“ minna af hvítlauk. Þessir réttur hentar illa á fyrsta stefnumóti.

Aðferð:
Skerið geirana í þunnar skífur. Setjið mikið af olíu á pönnu (rúmt botnfylli). Steikið (djúpsteikið) hvítlaukinn á háum hita þangað til hann verður gulbrúnn. Athugið að mjög stutt er milli þess að hafa hann vel stökkann og fínann þangað til hann brennur, svo ekki yfirgefa pönnuna heldur hreyfið hana fram og til baka allan tímann. Setjið hvítlaukinn á eldhúspappír.
Veltið fiskbitum upp úr kryddblönduðu hveiti. Mér finnst best að hafa salt, pipar og smá paprikuduft. Steikið bitana þar til húðin er stökk og gulbrún upp úr sömu olíu og hvítlaukurinn var í. Gott er að steikja þykku hnakkastykkin sér og þunnu sporðana sér. Þegar allur fiskurinn er steiktur, er hvítlauksskífunum sáldrað yfir og örlítið af olíunni.
Hægt er að stinga bitunum inn í ofn til að halda á þeim hita á meðan steikingu stendur, en þá er hætta á að hvítlaukurinn og fiskurinn verði ekki eins stökkir.

Meðlæti hjá okkur voru soðnar kartöflur, grænmeti og…..heimagerð Aioli hvítlaukssósa. Annars geta allar léttar sósur úr sýrðum rjóma, majonesi o.þ.h. gengið vel með þessum rétti.

Þessi réttur er fyrir alla. Gott fyrir krakkana að byrja strax að meta hvítlauk og með því að steikja hann vel, verður hann ekki eins sterkur fyrir vikið. Svo er ekkert mál að borða bara fiskinn ef fólkið kýs svo…og missa af miklu 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s