Lífið er saltfiskur.
Mér finnst saltfiskur alveg ofboðslega góður. Mig langaði í fisk í dag og fór því í „fiskúðina mína“ sem er gamla fiskbúðin við Trönuhraun í Hafnarfirði. Mig langaði að gera minn uppáhalds saltfisksrétt, en það er réttur sem tengdaforeldrar mínir gera svo listilega vel. Þar sem fiskurinn var ekki til útvatnaður og klukkan var nánast korter í kvöldmat, þá varð sólþurrkaður saltfiskur fyrir valinu og var hann matreiddur með því að sjóða hann í 15 mín. Sólþurrkaður saltfiskur er ólíkur venjulega saltfiskinum. Hann er þurrkaður á gamla mátann og verður áferðin á honum grófari en ella og bragðið sterkara en af venjulegum saltfisk. Mér finnst sá sólþurrkaði dásamlega góður. Hann rífur smá í bragðlaukana og gott er að hafa ískalt vatn til að svala þorstanum.
Meðlætið var soðnar kartöflur, gúrka og tómatssneiðar ásamt heimalagaðri Aioli sósu.
Aioli sósa
Hráefni
1 tsk sítrónusafi
1/2 tsk Dijon sinnep
2 stk eggjarauður
3/4 bolli ólífuolía
1/4 tsk salt
1/8 tsk pipar
1 stk hvítlauksgeiri, fínt saxaður
Setjið hvítlaukinn, sinnepið, eggjarauðuna og sítrónusafann í skál og hrærið vel saman.
Hellið ólífuolíunni rólega út í og hrærið stöðugt í. Gott er að setja smá parmesanost út í.
Kryddað með salt og pipar. freisting.is
Bakvísun: Hvítlauksfiskur fyrir lengra komna | Heimilismatur