Fróðleikur

memo_maelingar

mælieiningar

___________________________________________________________________________________________________________________

memo_kjot

Leiðbeiningar varðandi eldunar- og steikingartíma á kjöti:

Steikingartíminn fer eftir ýmsu, t.d. tegund og aldri slátursdýrsins, laginu á steikinni og hve fituinnihald í vöðvanum er hátt.

Mikilvægt er að nota kjöthitamæli til að fá steikina eins og hún best getur orðið. Þá er kjarnhiti mældur eftir tegund kjötsins.
Mikilvægt er að yfirborð steikarinnar nái ætíð 75° hita til að drepa niður bakteríur ef þær eru til staðar.

Tímalengdin fer eftir tegundum kjöts, er hér miðað við að kjötið sé sett í kaldan ofn sem stilltur er á 200° Tíminn og hitastigið fer meira eftir þykkt steikurinnar en vigt.
Bæði hitastig og tímalengd getur því orðið breytileg.

 • Nautasteik roastbeef (innanlæri) 1 kg = 1 klst
 • Kálfabógur með beini 1 kg = 1 ½ – 2 klst
 • Lambalæri með beini 2,5 kg = 1 ½  – 2 klst
 • Lambahryggur í heilu 2- 2,5 kg = 1 ½ klst
 • Svínakambur, pörusteik 2 kg = 1 ½ – 2 klst
 • Hamborgarhryggur 40-45 mínútur pr kg
 • Kalkúnn í heilu 5-6 kg = 4 – 4 ½ klst
 • Kjúklingur, heill 1.4 kg = 1 ½ klst

Hangikjöt er sett í pott með köldu vatni suðan látin koma mjög hægt upp má vera allt að klukkutíma, þá látið sjóða í 20-30 mín. Potturinn tekin af hellinni og kjötið látið kólna í soðinu.
Hangikjötslæri í heilu með beini 2.5 kg = Lærinu pakkað vel inn í álpappír (matta hliðin látin snúa út). Sett í kaldan ofn stilltan á 200° og bakað þannig í 2 klst. Kjötið verður einstaklega mjúkt og safaríkt við þessa aðferð.

Ef um minni steikur er að ræða t.d lund er best að byrja á að „loka“ steikinni með því að brúna hana fyrst á pönnu og láta hana svo klárast í ofni.
Þá er kjöthitamælir alveg ómissandi.
Munið að láta steikina „jafna sig“ á fati í ca 10 mín. áður en hún er borin á borð og skorin.

Kjarnhiti í kjöti eftir tegundum, mældur þegar það er tekið úr ofninum:

 • Nautakjöt – rautt (rare) = 55-60°
 • Nautakjöt – meðal steikt (medium) = 60-65°
 • Nautakjöt –  gegnsteikt (well done) = 65-68°
 • Hreindýrakjöt – rautt (rare) 55-60°
 • Hreindýrakjöt – meðal (medium) 60-65°
 • Hreindýrakjöt – gegnsteikt (Well done) = 65-68°
 • Kálfakjöt – rautt (rare) = 58-60°
 • Kálfakjöt – meðal (medium) = 60-65°
 • Kálfakjöt – gegnsteikt (well done) = 65-68°
 • Lambakjöt – meðal steikt (medium) = 70°
 • Lambakjöt – gegnsteikt (well done) = 75°
 • Hangikjöt – vel soðið = 68°-70°
 • Svínakjöt – meðal steikt (medium) = 65°
 • Svínakjöt – gegnsteikt (well done) = 75°
 • Kalkúnabrjóst – gegnsteikt = 70°
 • Kalkúnn heill – 68-70°

nautaskrokks

Rakst á þessa mynd á síðunni hals.is

mjög góða síða með góðu efni.

__________________________________________________________________________________________________________________

memo_bokun

Gott að hafa í huga þegar við bökum:

Það skiptir máli eð hráefni og áhöld í eldhúsinu séu flokkuð og geymd á vísum stað þannig að auðvelt sé að ganga að þeim þegar til þarf að taka.

Þegar hefjast skal handa við bakstur eða aðra matseld er gott ráð að taka til allt sem á að fara í uppskriftina og raða upp á skipulegan og aðgengilegan hátta. Það auðveldara okkur verkið og minni hætta er á að eitthvað gleymist sem í uppskriftina á að fara.
Muna að ganga frá á skipulegan hátt einnig og þrífa áhöld og borð í lokin.

Þegar súkkulaði er brætt yfir vatnsbaði þarf að gæta þess að hvorki vatn né gufa komist í súkkulaðið því þá getur það farið í kekki. Ef það gerist getur dugað að setja teskeið af bragðlítilli olíu út í og hræra þar til blandan verður slétt.

Dökkt súkkulaði inniheldur meira af kakói og minna af feiti og sykri heldur en ljóst.
T.d. er 70 % súkkulaði hentugt í smákökur þar sem hátt hlutfall af sykri er í uppskriftinni.

Þegar bræða á núggat má alls ekki fara vatn út í, þá verður það hart.

Bollamál eru algeng í erlendum uppskriftum:
Eitt breskt bollamál samsvarar um 2,75 desilítrum, en 1 amerískt bollamál er 2,4 desilítrar.

Nefna má að í staðinn fyrir 100 gr af smjörlíki má nota er 0,9 dl af olíu eða 6 msk
Ef kakan er föst í forminu eftir bakstur er gott að láta formið standa á röku viskastykki eða dagblaði þar til kakan losnar.

Ef þurrkaðir ávextir eru notaðir í kökur og brauð er gott að velta þeim upp úr ögn af hveiti áður en þeir fara í deigið. Ef þeir hafa harðnað við geymslu er fínt að setja þá örstutta stund við væga stillingu í örbylgjuofn.

Alltaf skal fara eftir uppgefnu hitastigi í uppskriftum, en fylgjast með bakstrinum, stundum er tímalengd ögn breytileg.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s