Haframjöls súkkulaðibita smákökur


smakökur1

Jæja þá kom af því, fyrsti í smákökubakstri á heimilinu. Eins og veðrið er núna þá kallar þetta á bakstur. Mér finnast súkkulaðibita smákökur rosalega góðar. Þessi uppskrift varð til hjá mér í morgun þegar ég fór að leita af uppskrift til að baka. Þessi uppskrift er mjög góð, kökurnar eru ekki of sætar og þungar, heldur gefur haframjölið fyllingu og þær eru í stökkar en samt mjúkar. Mig grunar sterklega að þessi uppskrift verði ansi oft notuð í framtíðinni.

Hráefni
150 g smjör
200 g sykur
200 g haframjöl
230 g hveiti
2 stk. egg
150 g saxað suðusúkkulaði
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 tsk kanill
2 tsk vanilludropar

Hafið smjörið mjúkt, setjið allt hráefnið saman í hrærivélina og hnoðið rólega saman. Takið smá klípu af deigi og rúllið í kúlu í lófanum, fletjið kúluna út og raðið á bökunarplötu. Bakist  við 180 gráður í 10-12 mín. Ég baka í 12-13 mín hjá mér.

Njótið vel og lengi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s