Við erum þrjár fjölskyldur sem erum á bak við Heimilismat. Það má segja að við höfum öll mikinn áhuga á matreiðslu, uppskriftum, matreiðslubókum, næringu og öðru sem viðkemur mat.
Uppskriftirnar eru víða að, sumar eru gamlar sem hafa gengið frá manni til manns og oft á tíðum erum heimildir uppskriftanna týndar. Þær uppskriftir sem við þekkjum til upprunans og heimilda, þar munum við geta þeirra.
Allar ljósmyndir hérna inni eru okkar eign. Ef þú hefur áhuga á að nota efnið okkar, þá er það velkomið, svo lengi sem heimilda er getið.
Hægt er að senda okkur póst á netfangið heimilismatur@gmail.com
Kær kveðja Heimilismatur