Nammi


nammi1

Mér finnast litlir dásamlegir molar guðdómlegir. Góður kaffibolli og smá sætmeti eru himnesk blanda. Ég blandaði saman þessari uppskrift eftir að skoðað nokkrar útfærslur af heilsunammi. Það er best að geyma þessa bita með smjörpappír á milli í lokuðu íláti  í frysti. Reyndar sé ég ekki fram á að mínir bitar munu geymast eitthvað 🙂

Hráefni
2 bolla kókosmjöl
1 bolli döðlur lagðar í bleyti í 30, mín. Vatnið kreist af þeim
½ bolli pekan eða cashew hnetur
2 msk möndlusmjör
3 msk kókosolía við stofuhita
1 tsk vanillu sykur
200 g suðusúkkulaði, má vera 70% til helmings

Döðlur maukaðar í mixer, ég notast við svona mini mixer sem er orðinn þokkalega gamall og er enn í fullu fjöri. Setjið döðlurnar yfir í rúmgóða skál, maukið næst hneturnar og setjið í skálina, því næst fer restin af hráefnunum og er þetta hrært saman. Það er einnig hægt að hnoða þetta saman í hrærivél.
Setjið bökunarpappír annað hvort í eldfast mót eða í ofnskúffu. Ég notaði kassalaga eldfast mót úr IKEA. Þjappið og þrýstið deiguni vel í mótið og út í hornin. Setjið því næst í kæli í allavega 30 mín.

Súkkulaðibráð
200 g suðusúkkulaði, má vera til helminga við 70% súkkulaði
1 msk kókosolía,
Brætt í potti við lágan hita. Kælt örlítið áður en þessu er smurt yfir botninn.
Mér finnst best að skera bitana niður á þessu stigi. Ég sker í formið. Set síðan inn í kæli á ný að lágmarki í 1 klst. Mér finnast bitarnir bestir daginn eftir. Þá eru þeir einhvern veginn búnir að taka sig almennilega.

Njótið þess að borða bitana

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s