Uppskrift fyrir ca 10 kökur
6 bollar hveiti ( best að nota blátt Kornax )
1 bolli sykur
4 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1 msk salt
½ líter af mjólk
½ líter af súrmjólk
Blanda mjólkinni saman.
Blanda þurrefnum saman og bæta síðan mjólkurblöndunni rólega út í, hnoða með höndum.
Deiginu skipt niður í meðalstórar kúlur/hluta og hver kúla flött út og síðan bökuð/steikt á pönnu án þess að nota feiti.
Gott er að nota pönnukökupönnu til að steikja kökurnar á.
Gott að hafa kökurnar frekar þykkar en þunnar.
Ef afgangur verður er hægt að setja í frysti og geyma.
Verði ykkur að góðu og njótið vel.