Appelsínu marmarakaka


Appelsínu marmarakaka

 

Súkkulaði og appelsínur er klassisk blanda. Hér er líka smá kanilbragð.
200 g mjúkt smjör
2 dl strásykur
1 msk vanillusykur
3 egg
5 dl hveiti
1 ½ tsk lyftiduft
1 ½ dl rjómi
2 msk appelsínumarmelaði
½ dl kakó
1 tsk kanill
Byrjum á því að stilla hitann á ofninum á 175°c, því næst smyrjum við formkökuform sem er ca 1,5 l.
Hrærum smjör, strá- og vanillusykur mjög vel saman. Næst setjum við eggin í skálina, eitt í einu og hrærum vel á milli.

Hræra smjöri og sykri vel saman

Hræra smjöri og sykri vel saman

Blöndum hveiti og lyftidufti saman í skál, setjum þetta síðan varlega í eggja og smörhræruna ásamt rjómanum.
Næst skiptum við deiginu í tvo hluta. Í annan hlutann setjum við appelsínumarmelaðið en í hinn hlutann setjum við kakó og kanil. Hrærum hvort fyrir sig, vel saman.
Því næst setjum við ljósa deigið í formið og síðan það dökka þar ofan á. Notum hníf og drögum deigið til í forminum, þannig að deigið blandast skemmtilega saman.
Kakan er bökuð í ca 40 mínútur en hún er tilbúin þegar prjónn sem stungið er í kökuna kemur hreinn út.

IMG_4088 IMG_4095

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s