Falafel með tahinisósu


FALAFEL6

FALAFEL1

FALAFEL3

FALAFEL2

FALAFEL4

FALAFEL5

Mig langaði að hafa eitthvað öðruvísi í matinn í kvöld, ég var hvorki í stuði fyrir fugl, fisk né kjöt. Eftir smá flett í bókum heimilisins og grúsk á netinu varð Falafel fyrir valinu. Það er svo sem við hæfi að elda Arabískan mat, þar sem Auðunn minn er farinn að vinna þar niðurfrá. Falafel er ýmist borið fram í pítubrauði eða flatbrauði. Þar sem ég átti 2 pítubrauð í frystinum ákvað ég að hafa þau með.
Þetta er líklega með ódýrari réttum sem hægt er að elda. Grunnurinn er kjúklingabaunir. Ég studdist við kjúklingabaunir í dós, en líklega er nú betra að gera þetta almennilega frá grunni og leggja kjúklingabaunir í bleyti yfir nótt. Ég ætla að prófa þá aðferð næst. Ég rakst á uppskrift sem innihélt kartöflu og ákvað ég að prófa að bæta 2 kartöflum við. Líklega er þeim blandað við til að drígja og gefa fyllingu í bollurnar.

Hráefni
300 g þurrkaðar kjúklingabaunir lagðar í bleyti yfir nótt, eða 1 dós baunir.
Gróft salt og pipar
2 tsk þurrkuð minta
2 tsk cummin duft
2 tsk þurrkað kóríander
1 tsk matarsódi
Börkur af einni sítrónu
2 hvítlauksgeirar, kramdir
½ laukur fónsaxaður
2 kartöflur, flysjaðar og raspaðar hráar
Grænmetis eða jarðhnetu olía til steikingar

Tahini sósa
1 msk tahini, eða 2-3 tsk sesamfræ
3 msk grískt jógúrt
1-2 msk sítrónusafi
1 tsk þunnt hunang

Falafel
Ef notast var við þurkaðar baunir sem lágu í bleyti, þá hellið vatninu af baununum, skolið þær og hristið vatnið af þeim. Setjið þær ásamt örlitlu salti í matvinnsluvél og maukið þangað til baunirnar fá svipaða áferð og brauðmylsna.
Ef notast var við niðursoðnar baunir úr dós þá verður áferðin maukaðri, þá þarf einnig að setja smá olíu út í til að auðvelda vinnsluna.
Grófsaxið laukinn og kremjið hvítlaukinn. Flysjið kartöflurnar og raspið niður, setjið kartöflurnar í sigti og skolið vel alla sterkju í burtu. Blandið öllu saman í skál ásamt kryddi. Hrærið saman með sleif, plastið og setjið inn í ísskáp í ca 30 mín.

Hérna er gott að búa til sósuna á meðan og geyma inn í ísskáp.

Hnoðið því næst bollur, eftir að hafa hnoðað ca 10-15 bollur, þá ákvað ég að prófa að setja kartöflumjöl út í deigið. Mér fannst deigið of linnt og slepjulegt. Mér fannst ganga mun betur að hnoða eftir það. Ég ákvað samt að hafa helming af deiginu með linu bollunum og hinn helminginn með kartöflumjöli og stífari bollum.
Setjið ca 2 cm. Djúpt lag af olíu í pott, má vera panna en mér finnst betra að nota pott. Hitið olíuna vel áður en bollurnar fara út í. Steikja þarf  bollurnar í skömmtun, hafið bollurnar u.þ.b ofan í 5-6 mín og snúið eftir þörfum. Veiðið uppúr með gataspaða og setjið á eldhúspappír.

Tahini sósa
Þar sem ég átti ekki tahini þá maukaði ég 2 tsk af sesamfræjum í mortéli. Maukaði þetta vel þangað til þetta fékk kremaða áferð, bætti þá smá dassi við af góðri olíu. Hrærði svo restinni af hráefnunum við. Setti í fallega skál og geymdi inn í ísskáp. Þessi sósa er dásamleg, bragðið er eitthvað svo fallegt og blítt. Hnetukeimur með sítrónu og hunangi. Nammi namm

Japönsk sósa
½ bolli olía
¼ bolli balsamik edik, ég notaði balsamik vinegar
2 msk sykur
2 msk soyjasósa
1 mini chilli belgur með fræjum, saxaður niður
sjóða saman í ca. 1 mínútu, kæla og hræra í á meðan það kólnar

Mér fannst vanta smá sterkt bragð samt sem áður, því mangóið gaf líka sætan keim með sósunni. Ég var með japanskt kjúklingasalat um daginn í matinn og geymdi ég sósuna sem ég bjó til með því. Reyndar bætti ég chilli við þá sósu og notaði Balsamic vinegar í stað Balsamic sætu þykku sósunnar.
Sú sósa fullkomnaði þessa máltíð. Ég raðaði bollunum svo á disk með pítubrauði skorið til helminga, gúrku bitum ásamt mangói. Emil Nói fékk miní hamborgara að borða en vildi frekar fá bollurnar með mér.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s