Túnfiskssalat- nokkrar útfærslur.


tunfiskssalat

Ég á mér nokkrar útfærslur af túnfiskssalati sem ég geri, allt eftir því í hvaða skapi ég er í og stundum eftir því hverjir eru að fara að njóta salatsins.

Salat 1, hið hefðbundna
Einfaldur skammtur.
1 dós túnfiskur í vatni
2 harðsorðin egg
Aromat
Rauðlaukur
Gul, rauð eða orange paprika
Majones
Rauðlaukurinn skorinn smátt ásamt paprikunni, túnfiskurinn hrærður út í með gafli, eggin skorin í eggjaskera langsum og þversum. Kryddað yfir með Aromati ég hef aldrei mælt það heldur dassa og smakka til hvort rétta bragðið sé komið. Passið að Aromatið gefur saltað bragð og setjið þetta því út í smátt og smátt. Majonesið er ca 1 dl. Ég set yfirleitt svona 2-3 msk af majonesi og bæti í eftir þörfum. Hrærið allt vel saman með gafli eða skeið og kælið fram að notkun.

Salat 2, með karrý keim
Hérna styðst ég við mjög svipaðann grunn.
Einfaldur skammtur.
1 dós túnfiskur í olíu
2 harðsorðin egg
Karrý
Aromat
Rauðlaukur
Gúrka
Majones
Rauðlaukurinn skorinn smátt, gúrkan skorinn langsum og miðjan/fræin skafin úr með skeið. Með því helst salatið ferskara, fræin eiga það til að bleyta salatið. Túnfiskurinn hrærður út í með gafli, eggin skorin í eggjaskera langsum og þversum. Kryddað yfir með smá Aromati og meira af karrý.  Ég hef aldrei mælt það heldur dassa og smakka til hvort rétta bragðið sé komið. Majonesið er ca 1 dl. Ég set yfirleitt svona 2-3 msk af majonesi og bæti í eftir þörfum. Hrærið allt vel saman með gafli eða skeið og kælið fram að notkun.
Gott er einnig að setja smá pipar út í.

Salat 3, í hollari kantinum
Einfaldur skammtur.
1 dós túnfiskur í olíu
2 harðsorðin egg
Grænar ólífur
Rauðlaukur
Sólþurkaðir tómatar
Kotasæla
Salt og pipar
Olífurnar skornar niður, mér finnst best að grófsaxa þær ásamt sólþurkuðu tómötunum, rauðlaukurinn fínsaxaður. Túnfiskurinn hrærður út í með gafli, eggin skorin í eggjaskera langsum og þversum. Hrærið allt vel saman og kælið fram að notkun.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s