Engiferkaka með bræddum súkkulaðihjúp


engiferkaka2

 

engiferkaka1

engiferkaka3

engiferkaka4

Þetta er búið að vera sunnudagur til leti og dúttlerís, Emil Nói er búinn að vera veikur og hefur tíminn farið í að sinna honum og hafa ofan af fyrir honum. Eitt það skemmtilegasta sem Emil Nói gerir er að fara í afmæli, því var tilvalið að baka köku í dag og útbúa bangsa afmæli í stofunni hjá okkur. Þetta vakti mikla lukku og var setið lengi til borðs og sunginn afmælissöngur fyrir all marga bangsa.

Kakan sem varð fyrir valinu er engifer formkaka. Virkilega góð. Þetta er svona kaka sem er hægt að breyta og betrumbæta eftir því í hvernig skapi maður er í. Galdurinn að baki öllum góðum formkökum er að láta hráefnin blandast rétt saman. Það þarf að þeyta vel eitt egg í einu og þeyta í góðan tíma eftir per egg.

 

Hráefni

200 g smjör

150 g syur

3 egg

1 dl súrmjólk

250 g hveiti

1 tsk matarsódi

2 tsk malað engifer (kryddið)

2-3 msk appelsínusafi

1 plata suðusúkkulaði

 

Hrærir smjör og sykur í létt ljós krem. Hrærið eggjunum út í, einu í einu og hrærið vel á milli eggjanna. Blandið hveiti, matarsóda og engifer saman í sérskál, sigtið því næst blönduna út í kremið. Setjið þetta lagskipt út í með súrmjólkini. Smá hveitiblöndu á móti súrmjólk. Setjið því næst appelsínusafann út í. Hrærið því næst varlega saman og eins stutt og þið getið. Ég geri örstutt í hrærivélinni, klára svo að hræra í gegn með sleif.

Smyrjið og stráið að innan formkökuform. Setjið deigið í og bakist við 175 g í 1 klst.

Bræðið í potti eina plötu af suðusúkkulaði, mér finnst gott að setja smá rjóma eða smá smjör út í. Það kemur fallegri áferð á súkkulaðið við þetta.

Losið kökuna eins fljótt úr forminu og þið getið, setjið á disk. Súkkulaði bráðin er sett yfir meðan kakan er heit.

Gott er að notast við ílangann disk undir svona köku. Diskurinn á myndinni er í raun kertadiskur úr IKEA, ég keypti nokkra svona ílanga. Mér finnast þeir tilvaldir undir t.d. pönnukökur, sushi, formkökur o.m.fl.

 

Bakið, borðið og njótið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s