Japanskt kjúklingasalat


jap-salat

Hráefni:

½ bolli olía
¼ bolli balsamik edik
2 msk. sykur
2 msk. soyjasósa
sjóða saman í ca. 1 mínútu, kæla og hræra í á meðan það kólnar. Þessu er dreift yfir salatið þegar það er tilbúið til framreiðslu.
Einnig er gott að hafa þessa sósu með í skál, þannig að fólk geti bætt henni út á réttinn.

Aðferð:

1 pk. af instant núðlum
1 pk. möndluflögur eða heslihnetuflögur
Sesamfræ
Rista þetta á pönnu í olíu, helst í sitthvoru lagi og setja í sér skálar. (Má bæta furuhnetum við, mjög gott)

4 kjúklingabringur
1 fl. Sweet Hot Chilisósa
Bringurnar eru skornar í strimla og snöggsteiktar í olíu, soðinu hellt af pönnunni áður en sweet hot chilisósa er sett á
pönnuna og kjúklingurinn látinn malla í smá stund.

1 pk. Rukólasalat blanda og 1 pk spínat.
Nýir íslenskir tómatar í sneiðum eða konfekt- eða kirsuberjatómatar, skornir í tvennt.
1 mangó í teningum
1 rauðlaukur sneiddur
Salatið er sett á fat og núðlublandan yfir og kjúklingastrimlunum raðað yfir. Sósunni dreipt yfir.

One thought on “Japanskt kjúklingasalat

  1. Bakvísun: Falafel með tahinisósu | Heimilismatur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s