Sparibrauðið mitt


hleypt-egg-4

hleypt-egg-1

hleypt-egg-2

hleypt-egg-3

Það var yndislegt að vakna í morgun og sjá birtuna og sólina. Ég ákvað því að þennan fallega morgun skildi ég fá mér sparibrauðið mitt í morgunmat og drekka úr hversdags sparibollanum mínum ilmandi gott kaffi. Ég ákvað samt að breyta sparibrauðinu mínu aðeins og bæta við það hleyptu eggi. Lagðist ég því í smá rannsókn á netinu og fann nokkrar spennandi uppskriftir. Ég fann góðar leiðbeiningar á síðunni Matur og með því. Flott síðan hjá þeim. Næst ætla ég að prófa að elda frá grunni og notast þá við salt og edik.

Hleypt egg
Ég setti fyrst plastfilmu yfir bolla, og ýtti filmunni niður, smá olía í filmuna ásamt salti og pipar.
Braut svo eggið og setti innihaldið í filmuna. Batt fyrir með matarsnæri. Setti þetta ofan í sjóðandi vatnið og hafði í pottinum í ca 6 mín. Eggin eiga að fara ofan í 90 g heitt vatnið í ca 3-5 mín.  Ef á að sjóða mörg egg, þá er gott að vera með undirskál í botninum á pottinum svo eggin leggist ekki á botninn og plastið brenni við.
Ég veiddi þau varlega upp með spaða og setti til hliðar á disk. Losaði svo bandið og plastið varlega utan af eggjunum.

Sparibrauðið
Ristað gott brauð,
Smjör
Avocado
Tómatsneiðar
Ferskur parmesan
Salt og pipar

Ristið brauðið, smyrjið með smjöri, raðið ofan á brauðið avocado, tómatsneiðum, salt og pipar og raspið að lokum ostinn yfir.
Þetta er svo gott, einnig er gott að nota þetta meðlæti ofan á hrökkbrauð og ekki verra ef það er heimabakað.

Njótið dagsins, ég veit að ég ætla að gera það vopnum myndavél úti í náttúrunni að fanga litina.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s