Hrökkbrauð-himneskt á bragðið


hrokkbraud

Hrökkbrauð

Þetta er eitt besta hrökkbrauð sem ég og mín fjölskylda hefur bragðað á. Ég verð alltaf jafn vinsæl hjá bóndanum þegar ég baka þetta, hvort sem það er á sunnudagsmorgnum eða virka daga.

Brauðið er mjög gott smurt eða eitt og sér til að narta í.

Það er hægt að nota þessa upptalningu af kornum sem ég tel upp að neðan, en að sjálfsögðu er það ekki heilagt. Ég nota yfirleitt það sem er til hverju sinni, reyndar hef ég keypt tilbúna 5 korna blöndu. En þetta er eins og með svo margt annað, prófið ykkur áfram og breytið eins og hentar ykkur.

Skora á ykkur að prófa þetta 🙂

Hráefni.

1 dl. Hörfræ

1 dl. Sólblómafræ

1 dl. Sesamfræ

1 dl. Graskersfræ

1 dl. Gróft haframjöl

3 1/2 dl. spelt

2 tsk. Gróft salt, Saltverks saltið

1 1/4 dl. Olía

2 dl. vatn

Setjið allt hráefni í skál og blandið saman með sleif. Ég læt deigið yfirleitt í standa í ca. 20 mín. Mér finnst deigið verða betra við það. Setjið deig á bökunarpappír og annan pappír ofan á. Rúllið yfir deigið með kökukefli. Mér finnst best að gera það eins þunnt og ég get. Ég næ yfirleitt 3 plötum út úr þessari uppskrift.

Njótið og verði ykkur að góðu 🙂

One thought on “Hrökkbrauð-himneskt á bragðið

  1. Bakvísun: Sparibrauðið mitt | Heimilismatur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s