Kryddbrauð, ömmu Röggu


kryddbraud1

kryddbraud2

Það má segja að ég sé alinn upp við kryddbrauð. Þetta var það best sem ég fékk sem krakki, fyrir utan döðlutertu ömmu minnar. Ég hef sjálf bakað þetta mikið fyrir mín börn og þau hreinlega elska þetta brauð. Lyktin sem kemur þegar þetta brauð er bakað, er líka himnesk. Þetta er líka svo auðelt og fljótlegt.

Hráefni

3 dl haframjöl

3 dl hveiti

3 dl sykur

3 dl mjólk

1 tsk matarsódi

1 tsk kanill

1 tsk engifer

1 negull

Setjið öll þurrefnin saman í skál og hrærið saman áður en mjólkin fer út í. Smyrjið brauðform að inna og setjið deigið í. Bakist við 180 gr í 60 mín.

Kælið, borðið og njótið

4 thoughts on “Kryddbrauð, ömmu Röggu

  1. Bakvísun: Döðlubrauð | Heimilismatur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s