Kjöthleifur


kjothleifur1

kjothleifur3

kjothleifur2

Mér finnst kjöthleifur mjög góður. Það er hægt að notast við margskonar hráefni í hann og  í raun finnst mér enginn ein uppskrift best. Ég notast oft við það sem ég á hverju sinni þegar ég elda kjöthleif. Stundum vef ég beikon sneiðum utan um hann og stundum ekki. Að þessu sinni notaði ég jalapeno ostastykki sem fyllingu inní ásamt afgangsosti úr frystinum. Jalapenoið gaf mjög gott bragð, smá sterkt í bland við sætt. Einnig er hægt að nota hvaða krydd sem er, ég notast mikið við þurkaðar og ferskar jurtir, að þessu sinni notaði ég þurrkuð krydd í réttinn.
Nýjunginn hjá mér að þessu sinni var tegundin af kjötinu. Ég keypti á Sauðárkróki í sumar Stórgripahakk í Kaupfélaginu. Mér finnst algjör synd að þetta hakk er ekki selt hérna fyrir sunnan. Virkilega gott hakk. Það er frekar gróft og finnst mér einhvern veginn vera sterkara kjötbragð af því. Mæli með að þið kaupið þetta ef þið eruð á leið Norður.

Hráefni
500-700 gr hakk
1 laukur, fínsaxaður
½ sveppir
1 brokkolíhaus
2-3 hvítlauksgeirar, kramdir
2 dl raspur
1 egg
2 msk soyasósa
Ostur, jalapeno oststykki + afgangsostur úr frystinum. ( má sleppa afgangsostinum)
1 grænmetisteningur
Salt og pipar
1 tsk Oregano
1 tsk steinselja
1 tsk rósmarín
1 tsk paprika
30 gr brætt smjör

kjothleifur4

Smjör brætt á pönnu og grænmetisteningur leystur upp í smjörinu. Laukur, brokkolí og sveppir saxað og steikt á pönnu. Steikt þangað til þetta verður mjúkt.
Kjötið sett í skál ásamt, raspi, egg, soyoasósu, salti, pipar og kryddi. Hrært í hrærivélaskál eða í höndum. Grænmetinu blandað við.

Kjötinu skipt til helminga, helmingur settur í eldfast mót, þjappað vel. Ostur settur ofan á kjötið. Restinni af kjötinu þjappað ofan á ostinn og mótað sem rúllustykki í höndunum.
Ég stakk ferskum basilikublöðum og hvítlauksgeirum þar ofan á .

Stráði  brauðraspi yfir hleifinn, því næst bræddi ég smjör í potti og setti yfir, við það kemur góð skorpa á hleifinn.

Bakist í 200 gr í ca 40-50 mín.

Með hleifnum hafði ég sveppasósu. Steiki sveppina við háann hita í smjöri og krydda með salti. Set svo matreiðslurjóma út + sósulit. Þetta má alls ekki sjóða, bara láta rétt malla meðan hleifurinn bakast.

Gott að hafa salat, kartöflur eða grjón með matnum. Að þessu sinni valdi ég að hafa grjón og spínatsalat sem meðlæti.

Verði ykkur að góðu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s