Hver elskar ekki súkkulaði og hvað þá alvöru súkkulaðimús? Allavega geri ég það. Þessi er afara auðveld og mjög bragðgóð. Hægt er að betrumbæta hana ef þess er óskað, ég hef prófað að setja Grand Mariner út í hana, það kom vel út, einnig hef ég prófað að setja 2 msk. af sterku kaffi. Betra er þó að kæla kaffið áður. Það er líka hægt að skreyta músina með hverju sem er jarðaberjum, bláberjum eða öðrum ávöxtum, einnig er gott að raspa smá súkkulaði yfir hvern bolla. Þessi uppskrift hentar vel þeim sem eru á LKL.
Hráefni
3 dl. rjómi
2 eggjarauður
100 gr 70% súkkulaði, ég hef bæði notað lífrænt og svo venjulegt.
Þeytið rjóman og setjið til hliðar. Bræðið súkkulaðið við lágan hita í potti og kælið smá. Þeytið súkkulaðið í hrærivél og bætið við einni eggjarauðu í einu, setjið rjómann við í skömmtum. Þeytið þar til allt hefur blandast vel saman. Skiptið þá yfir í skálar og kælið í a.m.k. 2 klst. fyrir notkun.
Uppskriftin dugar í 6 litla skammta. Ég mun gera 1 og 1/2 uppskrift næst fyrir 6 gesti.
Endilega prófið ykkur áfram með hvað ykkur finnst best að gera.
þessi er æði er búinn að prufa:)
Já finnst þér það ekki, hún er rosalega auðveld og dásamlega góð 🙂