Potta kjúklingur – safaríkur og góður


lk-kjulli1

 

Safaríkur potta kjúklingur.

Við erum mjög hrifin af kjúkling og finnst okkur gaman að matreiða hann á ýmsa vegu.

Í kvöld ákváðum við að hafa kjúkling en vissum í rauninni ekki hvernig við ættum að matreiða hann.

 

Hráefni:

Nokkrar gulrætur

Rauð paprika

Laukur og rauðlaukur

Smjörklípa

Salt

Pipar

Hvítlaukspipar

Fajita Spice Mix frá Tex Mex

 

Við settum nokkrar gulrætur í svartan steikarapott, rauða papriku, lauk og rauðlauk.  Krydduðum kjúklinginn með salti og pipar, hvítlaukspipar og Fajita Spice mix frá Tex Mex.  Settum nokkrar smjörklípur ofan á kjúklinginn og svolítið af lauk inn í hann.

 

Kjúllinn var settur í pottinn, ofan á grænmetið, settur inn í 200°c heitan ofninn. Við settum lokið ekki strax á pottinn.  Eftir ca 15 mín. Settum við lokið á og vorum með hann í ofninum í  um klukkutíma, tókum þá lokið af og hækkuðum hitann í smá stund til að fá stökka húð.  Þarna fengum við safaríkan kjúkling, tilbúið soð, sem má þykkja ef fólk vill og grænmeti, allt í sama pottinum.

Smakkaðist mjög vel. Verði ykkur að góðu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s