Eplakaka.
Þessi kaka er afar auðveld, braggóð og bíður upp á margar útfærslur. Stundum leik ég mér og set aukalega út í:
Brytjaðar döðlur
Saxað súkkulaði
Kókosmjöl
Marsipan
Rabbabara
Berjablöndur
O.fl. Það er um að gera að prófa sig áfram…. brosa og njóta 🙂
Hráefni.
150 gr smjör
150 gr hveiti
150 gr sykur
3-4 stk. Epli.
Kanilsykur
Afhýðið eplin og skerið í skífubáta, hnoðið saman í höndum eða hrærivélaskál smjör, hveiti og sykur.
Smyrjið formið að inna með smjöri, stráið smá kanilsykri yfir botninn. Raðið eplunum og stráið kanilsykri yfir. Myljið deigið formið og að lokum klappa ofan á deigið. Mér finnst aldrei of mikið af kanilsykri, því set ég kanilsykur yfir að lokum.
Bakist við 150 gráður í 1 klst.
Gott að bera fram með rjóma eða ís.