Kotbaka /smalabaka


kotbaka

Klassískur og góður réttur.

Eldunartími og undirbúningur 2 klst. Fyrir 6-8 manns

Innihald

3 msk. olía
2 laukar, sneiddir þunnt
2 hvítlauksrif, marin
2 gulrætur, saxaðar
1 kg. nautahakk
2 msk. hveiti
375 ml. nautasoð
1 msk. tómatþykkni
1 msk. worchestershiresósa
1 tsk. saxað timjan
1 msk. söxuð steinselja
¼ tsk. kanil
1 lárviðarlauf
900 g. kartöflur
75 g. smjör
1 msk. mjólk

Aðferð

Hitið olíu í stórum potti og steikið lauk, gulrætur og hvítlauk yfir meðalhita í 7-10 mín. Eða þar til það mýkist. Setjið til hliðar, setjið hakkið út í pottinn og steikið í ca 7-10 mín eða þar til hakkið er létt brúnað. Hrærið í á meðan og passið að losa í sundur köggla. Stráið hveitinu yfir og hitið í mínútu í viðbót.

Bætið soði, tómatþykkni, worchestershiresósu, jurtakryddum og kanil saman við og hitið að suðu. Flytjið yfir í pott og setjið laukinn út í. Bætið lárviðarlaufi í  og hitið að suðu, látið malla við lágan hita í 45 mín. Bætið meira soði við ef þarf. Setjið til hliðar og látið kólna.

Flysjið kartöflurnar og skerið í ca. 3 cm. Stykki. Setjið í stóran pott með stöltuðu vatni og hitið að suðu Sjóðið á meðalhita í ca 15-20 mín. Eða þar til þær eru tilbúnar. Látið vatnið renna af þeim, setjið aftur í pottinn, bætið við smjöri og mjólk og stappið saman. Stappan á að vera þétt í sér, hrærið með trésleif til að koma í hana lofti og gera hana létta.

Hitið ofninn í 180. Smyrjið eldfast mót ( 2,5 lítra fat). Setjið kjötblönduna í fatið og músina ofan á. Ýfið yfirborðið með gafli og bakið í 30-35 mín eða þar til yfirborðið er gullið og kjötsósan undir sýður.

Verði ykkur að góðu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s