Pasta Tortellini með gráðosti, hráskinku og steiktum perum


pastarettur_lk

 

pastarettur_lk_2

Vorum með pastarétt í kvöld, mjög auðveldur og góður réttur.

Hráefni:
Olía
2 perur
500 g tortellini pasta
Spínatblöð
Hráskinka
Gráðostur
Tómatur

Aðferð:

Við byrjuðum á því að skræla perurnar og skera þær í sneiðar, steiktum þær síðan í olíu en það mætti líka steikja þær í smjöri.

Suðum pastað eftir leiðbeiningum. Settum spínat á fat, rifum niður hráskinkuna og settum ofan á, síðan pastað þegar það var soðið, muldum svolítið af gráðosti ofan á pastað og settum síðan steiktar perurnar  og svolítið af gráðosti þar ofan á þær.  Skárum einn tómat niður og settum yfir.

Með þessu vorum með baquett brauð.  Mjög góður kvöldverður.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s