Vorum með pastarétt í kvöld, mjög auðveldur og góður réttur.
Hráefni:
Olía
2 perur
500 g tortellini pasta
Spínatblöð
Hráskinka
Gráðostur
Tómatur
Aðferð:
Við byrjuðum á því að skræla perurnar og skera þær í sneiðar, steiktum þær síðan í olíu en það mætti líka steikja þær í smjöri.
Suðum pastað eftir leiðbeiningum. Settum spínat á fat, rifum niður hráskinkuna og settum ofan á, síðan pastað þegar það var soðið, muldum svolítið af gráðosti ofan á pastað og settum síðan steiktar perurnar og svolítið af gráðosti þar ofan á þær. Skárum einn tómat niður og settum yfir.
Með þessu vorum með baquett brauð. Mjög góður kvöldverður.