Kanilbrauð


Kanilbrauð.

Í tilefni þessi að það er fyrsti í aðventu ákváðum við að búa til kanilbrauð.  Það er mjög fljótlegt og einfalt að útbúa það.

Innihald:

5 dl hveiti

1 matskeið lyftiduft

1/2 tsk salt

1,2 dl sykur

1 egg, hafa það við stofuhita

2,5 dl mjólk

2 tsk vanilludropar

1 dl grískt jógúrt

Kanilblanda

1 dl sykur

2 tsk kanill

2 matskeiðar vatn

Glassúr

1,2 dl flórsykur

1 matskeið mjólk.

Hitið ofninn í 180°c og smyrjið formkökuform með smjöri.

Blandið saman í skál, hveiti, lyftidufti, salti og sykri.

Í annarri skál, blandið þið saman eggi, mjólk, vanilludropum og gríska jógúrtinu.  Hrærið þetta vel saman.

Hellið síðan vökvanum út í þurrefnablönduna og hræra vel saman, ekki þarf að hræra þetta í hrærivél, nóg að nota sleif.

Setjið nú deigið í formið og sléttið aðeins yfirborðið.

Hrærið saman kanil, sykri og vatni.  Þegar búið er að blanda þessu vel saman, þá er það sett með matskeið ofan á deigið í forminu og síðan er hnífur notaður til að „skrúfa“ kanilblönduna ofan í deigið.

Sett inn í heitan ofninn og bakað í 45-50 mínútur eða þar til prjónn sem stungið er í brauðið, kemur hreinnn út.2014-11-30-matur og fleira 025

Þegar brauðið er tilbúið er það tekið úr ofninum og látið kólna í forminu í 15-20 mínútur, siðan tekið úr forminu og látið kólna alveg.

Glassúrinn útbúinn með því að hræra mjólkinni saman við flórsykurinn og síðan er glassúrinn settur ofan á kalt brauðið.2014-11-30-matur og fleira 033

2014-11-30-matur og fleira 015

Verði ykkur að góðu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s