Mjög góður kjúklingarréttur


Mjög góður kjúklingaréttur.

4 kjúklingabringur

kryddaðar með salti, pipar og papriku

1 laukur, saxaður

6 sveppir, skornir gróft

¼ hvítkálshaus lítill, skorinn í strimla

selleri stöngull, skorinn fínt

4 vorlaukar, skornir smátt

½ rauð paprika, skorin smátt

2 msk. Mango Chutney

3 tsk. tómatkraftur

Kjúklingateningur leystur upp í 5 dl. af vatni

2 tsk. Garam Masala krydd

1 epli, skorið í bita.

Byrja á því að hreinsa og krydda kjúklingabringurnar, næst er að saxa allt grænmetið sem á að nota og setja til hliðar.

Mjög góður kjúklingaréttur, með eplum, hvítkáli og fleiru.

Kjúklingabringurnar kryddaðar

Leysið kjúklingateninginn upp í vatninu, látið vatnið sjóða.

Bryjum á því að steikja kjúklingabringurnar á báðum hliðum í ca 3 mínútur á hvorri hlið. Tökum þær síðan af pönnunni og setjum til hliðar, lækkum hitann undir pönnunni.

Setjum laukinn, sveppina, hvítkálið og paprikuna á pönnuna og steikjum, látum ekki brúnast. Stráum Garam Masala kryddinu yfir grænmetið og hrærum vel saman. Þegar við erum búin að mýkja þetta vel, þá setjum við tómatkraftinn og Mango Chutney út á og hrærum aftur vel saman, setjum síðan 4 dl af kjúklingasoðinu á pönnuna, setjum því næst bringurnar ofan á grænmetið, lok á pönnuna og látum sjóða rólega í 30 mínútur. Setjum þá selleri og epli út á pönnuna og látum sjóða áfram í um 15 mínútur.

2014-11-30-matur og fleira 036

Við getum þykkt sósuna ef við viljum með sósuþykkjara.  Gott að hafa gott hvítlauksbrauð með þessum rétti og jafnvel hrísgrjón.

2014-11-30-matur og fleira 037

Verði ykkur að góðu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s