Kjúklingafille á spjóti í mareneringu sem rífur smá í.


kjúklingur1

sumarsalat1

Innihald:
1 bakki kjúklingafille
Spjót
2 tsk. Paprikuduft
1 tsk. Kóríanderduft
½ tsk svartur pipar
Cayenpipar af hnífsoddi eða það sem ykkur finnst best
2 tsk. Tamari sósa
4 msk. Olía.

Aðferð:
Setjið kjúklingafilleið í bakka eða á fat, hrærir saman kryddunum áður en vökvinn er settur út í. Hrærið þessu vel saman. Smyrjið hvert fille vel með sósunni, snúið bitunum við í sósunni. Látið standa á borði í að minnsta 30 mín. Best ef þetta fær að standa í ca 1 -1 ½ klst.
Mér finnst best að þræða tvær lundir saman á spjót. Grillið þangað til kjötið er tilbúið. Einnig er hægt að setja spjótin inn í ofn á ca 250 gr. Blástur í að minnsta kosti 30 mín. Það er mjög gott að nota ofninn ef þið eruð að gera mörg spjót. Gott er að snúa þeim a.m.k. einu sinni við á meðan eldun stendur.

Gott að hafa kalda sósu með, að þessu sinni hafði ég með sýrðan rjóma með graslauk og hvítlauk. Meðlætið hjá mér var Sumarsalatið með steiktum perum og gráðosti.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s