Sumarsalat með steiktum perum og gráðosti


sumarsalat2

 

sumarsalat3

 

sumarsalat1

Innihald:
Spínat
Klettasalatsblanda
2 tómatar
1 avocado
1 pera
Klípa af gráðosti.
Klípa af smjöri og smá salt
Ristað möndlukurl

Aðferð:
Skolið og þerrið salatið, setjið í skál eða á stórt fat. Skerið tómatana og avocadoið smátt niður og dreyfið yfir salatið. Afhýðið peruna, skerið hana endilanga í mjóa bita, hitið smjörið á pönnu og setjið smá sjávarsalt út á pönnuna. Steikið perurnar, best er að ná að brúna bitana á öllum hliðum. Setjið til hliðar. Raðið perurnum yfir salatdiskinn og því næst gráðostinum. Ég set ca ¼ af oststykkinu. Mér finnst ekki of gott að hafa of mikinn gráðost, hann má ekki yfirgnæfa salatið. Gott finnst mér að þurrrista á pönnu eða í potti möndlukurl. Best finnst mér að dreyfa kurlinu síðast yfir.
Þetta salat var meðlæti með kjúklingafille spjótum.

Verði ykkur að góðu

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s