Mér finnst eitthvað svo sumarlegt og skemmtilegt við góðar kartöflur. Ég borða venjulega mjög sjaldan kartöflur en þegar ég geri það þá vil ég fá góðar kartöflur. Þessi réttur á uppruna sinn að rekja til Svíþjóðar og eru kenndar við Hasselbacken veitingahúsið í Stokkhólmi.
Sumir segja að þetta sé langbesta eldunar aðferðin. Dæmir hver fyrir sig.
Uppskrift:
Magn ræðst að fjölda matargesta, mér finnst betra að hafa þær miðlungsstórar og reikna ég þá með tveimur kartöflum á mann.
Hráefni:
50 gr. Smjör
2 msk. Olívuolía
Gróft salt
Pipar
Permesa og fersk steinselja, má sleppa.
Aðferð:
Hitið ofninn í 220 gráður.
Skolið kartöflurnar, ég hef bæði haft hýðið á eða skrælt þær, ég gerði það núna og finnst mér betra að hafa hýðið á. Þær verða stökkari með hýðinu.
Þerrið kartöflurnar, skerið sneiðar/rauf ofan í hverja og eina með nokkurra millimetra millibili. Skera þarf djúpt niður en þó ekki í gegn. Sleifin, skeiðin eða brettið kemur í veg fyrir að þið farið í gegn. Ég reyni að liðka kartöflur smá í höndunum, gott að ýta aðeins á þær til að ná skurðunum í sundur.
Ef þið eigið ekki sérstakt bretti fyrir skurðinn á þeim, þá má notast við sleif eða skeið.
Smjör og olía brædd saman í potti. Kartöflum raðað á fat eða í ofnskúffu og smjörbráðinni helt yfir. Stráið salti og pipar yfir. Setjið inn í ofn og bakið í ca. 50-60 mín. Fer eftir stærð. Mér finnst best þegar 20 mín eru eftir að tímanum að setja smá ferskan parmesan yfir og ekki verra ef þið eigið heimagert gott brauðrasp. Sáldrið smá yfir og aftur inn í ofn.