Kjötizza – hakkréttur


kjötizza1

kjötizza2

Ég sá frábæra uppskrift hjá Nigellu „vinkonu minni“ ég hef alltaf verið hrifin af þáttunum hennar og bókunum. Ég var búin að sjá þessa uppskrift á vefnum hennar
Reyndar var uppskriftin ekkert að grípa mig þar, en þegar ég sá þetta í þættinum hennar þá langaði mig að prófa. Þetta var einnig upplagt því ég var búin að ákveða hakkrétt um kvöldið. Ég átti bara eftir að útfæra hvernig og hvað yrði gert úr hakkinu. Mæli með þessum rétti. Skemmtileg viðbót við hina hefðbundnu hakkrétti sem við erum vön að borða.

Kjötizza
500 gr hakkað kjöt
3 msk rifinn ferskur  parmesan ostur
3 msk haframjöl, hægt að nota brauðrasp, ég notaði haframjölið
3 msk fersk steinselja, söxuð, hægt að nota þurkaða
2 egg
1-2 hvítlauksgeirar, kramdir
Salt og pipar eftir smekk

Ofan á kjötið
400 gr heilir tómatar í dós
1 msk hvítlauksolía
125 gr. Ferskur mozzarella ostur, ég notaði ½ kúlu
1 msk þurrkað oreganó
Fersk basilika til skrauts, sett yfir rétt áður en maturinn er borinn fram

Blandið saman í skál kjötinu ásamt innihaldi. Hrærið innihaldið létt saman með fingrunum, ekki hræra of lengi. Bara létt. Setjið smjörpappír í form, ég notaði pæ form úr IKEA. Setjið kjötið í formið. Þrýstið kjötinu létt ofan í formið.

Opnið tómatdósina og látið safann leka af tómötunum í gegnum sigti. Reynið að ná mest öllum safanum í burtu. Meðan tómatarnir eru í sigtinu setjið þá hvítlauksolíuna og oreganoið saman við og hrærið smá. Kryddið einnig með salt og pipar eftir smekk. Dreyfið þessu yfir kjötið. Skerið mozzarella ostinn í sneiðar og raðið yfir formið.
Bakist í 35 mín við 200 gráður.

Með þessu hafði ég ferskt salat og hvítlauksbrauð. Einnig útbjó ég pestó með vænum slurk af olíu. Ég gerði pestóið þunnt því ég vildi hafa þetta sem smá sósu yfir bökuna og salatið.
Í þetta pestó slumpaði ég bara, reyndar finnst mér pestóið mitt alltaf best þannig.
Nokkrar greinar basilíka
Ca ½ mozzarellakúla, eða restin af ostinum sem fór ekki ofan á kjötið
Ferskur raspaður parmesan
Dass sítrónusafi
Olía, góður slatti
Salt og pipar
Ca 15 möndlur, þar sem ég átti ekki furuhnetur. Reyndar notast ég oft við möndlur eða cashew hentur þegar ég geri mína útgáfu af pestói.

Allt sett á fullt í mixernum og maukað saman, ef þér finnst þetta verða of þykkt, þá er um að gera að þynna með olíu.

Vola verði ykkur að góðu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s