Súkkulaðimús


jóla-mús

Nú þegar Þorrinn er að skella á með tilheyrandi kræsingum. Þá er tilvalið að hafa smá eftirrétt eftir matinn. Mér finnst reyndar góður eftirréttur ómissandi eftir góðan mat. Ég á fallega antík bolla sem yndislegar frænkur mínar hafa gefið mér í gegnum árin við hin ýmsu tækifæri. Mér fannst tilvalið að nota fallegu bollana mína undir músina. Þá verður hver skammtur verður hæfilega stór.

Hráefni
3 dl. rjómi
2 eggjarauður
100 gr 70% súkkulaði, ég hef bæði notað lífrænt og svo venjulegt.

Þeytið rjóman og setjið til hliðar. Bræðið súkkulaðið við lágan hita í potti og kælið smá. Þeytið súkkulaðið í hrærivél og bætið við einni eggjarauðu í einu, setjið rjómann við í skömmtum. Þeytið þar til allt hefur blandast vel saman. Skiptið þá yfir í skálar og kælið í a.m.k. 2 klst. fyrir notkun. Einnig er hægt að setja smá kaffi út í músina, kæla verður kaffið þó áður.

Uppskriftin dugar í 6 litla skammta.

Njótið vel

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s