Beikonvafðar og fylltar kjúklingabringur


beikon-kjúklingur2

beikon-kjúklingur3

beikon-kjúklingur1

Ein gómsæt og góð kjúklingauppskrift. Eins og sést á vefnum okkar ef uppskriftirnar eru skoðaðar þá erum við stórfjölskyldan (allar þrjár með tölu) ansi hrifin af kjúkling. Það er bara eitthvað við kjúklinginn. Hann fer vel í maga og möguleikarnir eru endalausir. Hérna er ein góð sem ég gerði um daginn.

Hráefni:
Kjúklingabringur, miða fjölda bringna við fjölda matargesta.
Beikon
Pipar smurostur
Hvítlaukur
Basilika, nokkrir stilkar
Matargarn

Byrjið á að kljúfa bringurnar langsun, skerið með beittum hníf og farið varlega. Flettið þeim næst í sundur. Stundum er þetta kallaður fiðrildaskurður á bringum.
Kremjið hvítlaukinn, fín saxið basilikuna og blandið þessum saman við smurorstinn. Smyrjið þessu á bringurnar að innan. Setjið þær síðan saman.
Raðið beikonsneiðum þétt saman á skurðbrettið og rúlliið þeim utan um per bringu. Hægt er að nota 2-4 beikonsneiðar á per bringu eða allt eftir því hvað þú átt mikið af beikoni.
Stingið tannstöngli í bringurnar til að halda öllu saman.

Setjið í eldfast fat og inn í 180 gr. heitan ofn í ca 35 mín.

Meðlætið var bakaðar sætar kartöflur og brokkolí.
Skerið kartöflurnar og brokkolíið niður. Setjið smá af olíu yfir ásamt salti og pipar.
Bakist inn í ofni í 45 mín.

Verði ykkur að góðu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s