Rúllettur


rúllettur

rúllettur1

 

rúllettur2

rúllettur3
Í „gamla“ daga, þá var móðir mín oft með rétt sem hún kallaði rúllettur.  Í minningunni var þetta einstaklega góður réttur.  Nú þremur áratugum seinna og gott betur fann ég þessa uppskrift og prófaði að elda þetta sjálfur.  Þetta er ennþá einstaklega gott.

Hráefni:
500 g fiskur, hægt að nota þorsk, ýsu eða útvatnaðan saltfisk (ég notaði þorsk)
250 g kartöflur
1 laukur
Pipar
Smá múskat
Salt ef ekki er notaður saltfiskur,
2 egg
Rasp til að velta rúllettunum upp úr
Smjör eða smörlíki til að steikja

Byrja á því að sjóða kartöflurnar og afhýða þær.  Sjóða fiskinn og saxa laukinn.
Setja eggin og kryddið í hrærivélaskál og hræra saman, skera kartöflurnar í bita og setja út í og síðan fiskinn í bitum.  Hræra þetta saman, þar til þetta er orðið að jafningi.
Móta aflangar rúllur/bollur úr jafningnum og velta upp úr raspi.

Hita smjörið / smjörlíkið á pönnu og steikja rúllurnar í nokkrar mínútur, láta þær brúnast vel.
Meðlæt er salat, sítrónubátar, lárpera eða annað sem fólk við bera með.  Það er líka örugglega gott að hafa soðin hrísgrjón og karrysósu.  Mamma bar oft lauksmjör fram með þessum góða mat.
Í þennan rétt er hægt að nýta afganga af fiski eða kaupa sérstaklega í réttinn.

Verði ykkur að góðu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s