Kókos og spínat kjúklingasúpa


kjúklinga-kókos-súpa

Ekki láta innihaldið eða nafnið á súpunni hræða þig. Þessi súpa er dásemd. Hvet alla sem hafa gaman af matseld að prófa þessa. Hún virkar flókinn þegar þú lest niður listann, en svo er ekki og er súpan klárlega þess virði. Þetta er ein af mínum uppáhalds súpum.

Hráefni:
1 bakki Kjúklingabringur/ fille eða lundir. Skornar í smáa bita
40 g smjör
1 laukur, fínt saxaður
2 hvítlauks rif, kramin
Engifer, 2,5 cm. bútur, raspaður niður
2 tsk Green curry paste, setjið meira eftir þörfum
½ msk túrmerik
400 ml Kókosmjólk
475 ml kjúklingasoð
1 stilkur lemon gras, má sleppa
350 g spínat, gróflega skorið
2 msk Tahi fiski sósa
2 msk lime safi
2 msk olía
2 shallott laukar, fínt skornir niður
Salt og pipar

Bræðið smjörið í potti, setjið út í lauk, hvítlauk og engifer. Hrærið í og steikið létt í ca 4-5 mín. Laukurinn á að vera mjúkur/sveittur.

Setjið curry paste og túermerik út í og hrærið í, látið malla í ca 3 mín.

Hellið helmingnum af kókosmjólkinni út í og sjóðið í 5 mín. Setjið kjúklingasoðið, kjúklinginn og lemon grasið út í. Sjóðið í 15 mín. Eða þangað til að kjúklingurinn er orðinn eldaður í gegn.
Veiðið kjúklinginn upp úr súpunni og setjið til hliðar. Setjið spínatið út í og eldið í 4 mín. Hrærið í.

Setjið því næst súpuna í skömmtum í blandara eða matvinnsluvél. Passið að setja ekki of mikið í einu. Maukið allt vel og setjið aftur í pottinn þegar öll súpan hefur verið maukuð.
Setjið kjúklinginn aftur ofan í súpuna ásamt fiskisoðinu og lime safanum. Hitið súpuna upp, en látið hana alls ekki sjóða.

Setjið olíu á pönnu og djúpsteikið shallott laukinn, tekur ca 6 mín. Passið að brenna hann ekki. Laukurinn á að verða fallega gullin á litinn. Takið laukinn af pönnunni þegar hann er tilbúinn og látið á eldhúspappír. Við það fer mesta olían af honum. Notið laukinn sem skreytingu ofan á súpuna. Hann gefur einnig gott bragð.

Hvítlauks baquett
Berið súpuna fram með hvítlauks baquett.
Skerið brauðin langsum,
Bræðið saman smjör, kramin hvítlauk, smá salt og steinselju (þurrkuð eða fersk)
Smyrjið þessu á brauðin og bakið við 180 gr. Í ca 5 mín. Passið að brenna ekki brauðin.

 

Njótið vel og borðið af bestu lyst.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s