Núðlur með kjúkling og soðnu brokkolí


kjúklinganúðlur

Þessi réttur varð  til við tiltekt í ísskápnum hjá mér. Ég átti brokkolí haus og sítrónu í ísskápnum og kjúklingalundir í frystinum. Núðlurnar voru einnig til á heimilinu. Mér finnst alltaf gaman að týna eitthvað saman úr skápunum og prófa mig áfram. Þessi réttur er einfaldur og ekki skemmir létta sítrónubragðið fyrir. Það er tilvalið að taka afganginn með í vinnuna daginn eftir.

Hráefni:
½  Brokkolí haus
½ sítróna
Kjúklingabringur eða lundir
Núðlur

Skerið kjúklinginn niður í smáa bita og steikið í olíu á pönnu, stráið salti og pipar yfir.
Skerið  ½ brokkolí niður og snyrtið stilkinn, ég sauð hann einnig. Sjóðið brokkolíið í vatni með smá olíu og salti, sjóðið ekki lengur en í ca 5-7 mín. Brokkolíið á að vera stinnt, ekki mauk soðið. Veiðið það upp úr vatninu og notið sama vatnið fyrir núðlurnar. Þegar brokkolíið er komið upp úr vatninu kreistið þá ½ sítrónu yfir og hrærir í skálinni. Setjið núðlurnar í vatnið og sjóðið samkvæmt leiðbeingum á pakkanum.
Setjið núðlurnar í skál eða á fat, raðið brokkolíinu yfir og setjið kjúklinginn af lokum yfir. Gott er að setja yfir þetta smá fetaost og ristuð sesamfræ.

Verði ykkur að góðu.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s