Meðlæti með mat getur verið margvíslegt.
Mig langaði að prófa eitthvað nýtt með kartöflunum í kvöld. Ég átti ferskan ananas og fannst mér tilvalið að steikja hann með kartöflunum.
1 sæt kartafla, skorin í smáa bita.
1/2 ferskur ananas, skorið í smá bita.
1/2 chilli, fræhreinsað og fínt saxað.
salt og pipar eftir smekk. Steikt í potti með olíu eða smjöri á háum hita í ca. 25 mín. Munið að hræra vel í á meðan.
Þetta meðlæti passar afar vel með kjúkling. Sjá uppskrift