Myntukúlur – jólakonfekt


konfekt-1

konfekt-2

Ákváðum að prófa að gera myntukúlur til að hafa fyrir jólin. Alltaf gott að hafa smá nammi í skál. Uppskriftin var auðveld.

Hráefni: 1 pakki myntukex. Við notuðum REMI kex frá Göteborgs, 100 g.

1 dl Maskarpone rjómaostur

Hvítt súkkulaði til að hjúpa kúlurnar. Við notuðum hvítt súkkulaði frá Lindu.

Aðferð:

Setja allt kexið í matvinnsluvél og mylja það vel.  Setja síðan ostinn ( hafa hann mjúkan ) út í og hræra þetta vel saman.  Þegar þetta hefur blandast vel, setja hræruna inn í ísskáp til að kæla hana. Eftir svona hálftíma, er hræran tekin út og búnar til litlar kúlur, best að gera þær í höndunum.  Kúlurnar eru settar inn í ísskáp til að kæla þær, á meðan súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði. Þegar súkkulaðið er orðið bráðið, þá veltum við hverri kúlu upp úr súkkulaðinu og látum á bökunarpappír.  Þegar búið er að hjúpa allar kúlurnar, er þær aftur settar inn í ísskáp. Þegar þær eru orðnar kaldar og súkkulaðið storknað, eru þær teknar út og skreyttar með t.d.  „Cookie Icing“ en það fæst í Kosti. Kúlurnar hafðar í ísskáp þar til þær eru bornar fram.

Mjög gott nammi.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s