Sesamkex


sesamkex

Mér finnst voðalega gott að fá mér gott kex, ost og smá sultu með góðum kaffibolla. Ég hef verið að safna matreiðslubókum í nokkur ár og eigum við dágott safn af bókum. Ég á nokkrar bækur sem Matar og vínklúbbur AB gaf út. Ég var að skoða smákökubókina þeirra sem kom út 1993 og rakst ég þar á þessa uppskrift. Hún er afar einföld og virkilega góð, það er tilvalið að baka þessa um helgi og fá sér með góðum morgunkaffibolla.

Hráefni
250 g heilhveiti
½  tsk salt
½ lyftiduft
90 g smjör
1 egg
6 tsk mjólk, auk mjólk til pennslunar
30 g sesamfræ

Setjið saman í skál heilhveiti, salt og lyftiduft. Blandið öllu vel saman. Myljið smjörið í höndunum og hnoðið vel saman að lokum í hrærivél. Bætið eggi og mjólk út í og hnoðið þangað til deigið verður að mjúkri deigblöndu.
Fletjið deigið út með kökukefli og skerið hverja köku út. Ég notaði glas við að skera kökurnar út. Hnoðið allan afskurð saman og fletjið út að nýju og skerið út kökur. Endurtakið þangað til allt deig er búið.
Raðið kökunum á ofnplötu með bökunarpappír, penslið hverja köku með mjólk og setjið því næst sesamfræ ofan á hverja köku.

Mér finnst betra að nota þurrristuð sesamfræ ofan á kökurnar. Ég kaupi poka af óristuðum sesamfræjum í Bónus og rista eftir  þörfum. Þá finnst mér best að rista ríflega og geyma í krukku upp í skáp. Ég hef prófað að nota fræin beint úr pokanum eða ristuð og finnst mér ristuðu betri. En að sjálfsögðu er það smekksatriði.

Góða helgi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s