Beinlausir fuglar


beinlausfugl3

beinlausfugl2

beinlausfugl1

Hér á þessu heimili elskum við gamaldagsmat og ekki skemmir fyrir ef nafnið er skemmtilegt, þá eykur það bara listina hjá snáðanum okkar til þess að borða matinn.
Hér kemur ein gömul uppskrift frá ömmu Kollu, og mikið rosalega er gott að fá sér þennan mat á köldu haust kvöldi.

Beinlausir fuglar
6 sneiðar Snitsel (hvaða kjöt sem er, ég notaði folaldakjöt)
6 gulrætur, skornar langsum í strimla eða lengjur.
6 ræmur bacon ( má sleppa, eins og ég gerði)
1-2 tannstönglar per sneið, fer efir stærð á henni.

Fyrst eru kjötsneiðarnar lamdar með kjöthamri, gulræturnar og baconið er því næst látið á miðja kjötsneiðina og síðan er því pakkað inn í kjötið og það fest með tannstönglum.
Gott er að setja 1 tannstöngul í miðjuna ef hún er lítil sneiðin en annars er gott að setja 2, sem sagt sitthvoru meginn við miðjuna til þess að loka rúllunni.

Gott er að pakka því inn fyrst að setja aðra hliðina eins langt yfir miðjuna og svo hina hliðina yfir og festa saman.( stundum getur það verið erfitt, fer algerlega eftir kjötsneiðunum)

Næst er þetta kryddað að vild, mjög gott er að setja salt og pipar en ef þið viljið vera í óhollustunni þá er mjög gott að setja season all kryddið fyrir þá sem eiga enn og nota.

Kjötrúllurnar eru fyrst steiktar á pönnunni upp úr olíu en svo er vatni hellt út á pönnuna og þær látnar sjóða í 30 mínútur. ( mismunandi suðutími eftir kjöttegund)

Suðutími á kjöttegundum:
Folaldakjöt = 30 mín.
Lambakjöt = 40 mín.
Nautakjöt = 40 mín.

Soðið er svo notað til þess að búa til góða sósu og þar má hugmyndaflugið ráða ferðinni. Ég gerði brúna sósu.

Það er mjög gott að bera þetta fram með kartöflumús og góðri sultu.
Munið bara að taka tannstönglana úr áður en þið byrjið að borða matinn

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s