Heilsteikur kalkúnn með fyllingu og meðlæti


gamli bíll-4

gamli bíll-2

gamli bíll

gamli bíll-3

Heilsteikur kalkúnn með fyllingu.
Fylling:
3 stk gul epli
½ rauð paprika
1 laukur
3–4 hvítlauksrif
1 gulrót
1 selleristilkur
250 g sveppir
6 sneiðar beikon
2 dl peacan hnetur
8 ristaðar fransbrauðssneiðar
1 msk salvía
1 egg
100 g smjör
Salt og pipar

Saxið laukinn, skerið sveppina, paprikuna, selleríið og gulræturnar í teninga, steikja þetta allt í smjöri.  Skera síðan beikonið í smábita og steikja með grænmetinu.  Takið pönnuna af hitanum en mér finnst gott að steikja þetta á wok pönnu.
Afhýðið og kjarnhreinsið eplin, skera þau í smábita.  Grófhakk hneturnar og skera brauðið í litla teninga.  Bæta þessu út á pönnuna og salvíunni.  Hræra þessu öllu saman, krydda með salt og pipar.  Í lokin er egginu hrært saman við. Þessari fyllingu er troðið inn í fuglinn.  Ef hún kemst ekki öll, er gott að setja restina í eldfast mót og setja inn í ofninn í lokin.

Kalkúlkinn var afþýddur í ísskáp en um morguninn þegar við höfðum hann tókum við hann út og létum hann jafna sig á eldhúsborðinu.  Innmaturinn tekinn úr honum, kalkúlkinn þveginn og þerraður, sítrónu nuddað inn í hann, kryddaður með salti og pipar, fyllingunni troðið inn í hann, vængjunum stungið undir hann, þannig að hann lá vel.  Við létum síðan smjör og olíu á sömu pönnu og við steiktum það sem fór í fyllinguna, bræddum smjörið og blönduðum saman við olíuna.  Þetta drógum við upp í sprautu og sprautuðum í bringu og læri, notuðum vel af þessari blöndu.  Nudduðum síðan kalkúninn upp úr heitu smjöri og olíu og settum inn í ofn, sem við vorum með í svona 130-150 gráðum.

Við settum gulrætur og lauk í ofnskúffuna og svolítið af vatni.  Á hálftíma fresti tókum við vökvann úr ofnskúffunni og helltum yfir kalkúninn.  Þetta gerir það að verkum að hann þornar ekki.  Margir setja smjörbleytt viskustykki yfir kalkúninn og láta það vera yfir honum, þar til um hálftími er eftir að steikingartímanum en við slepptum því í þetta sinn.  Það að ausa yfir kalkúninn á hálftíma fresti kom mjög vel út og var hann mjög bragðgóður og safaríkur.

Sósan.
Við skárum niður lauk, gulrætur og selleri og brúnuðum í smjöri og olíu.  Við settum síðan innmatinn, það er hálsinn og hjartað og brúnuðum með.  Þetta var kominn góður litur á grænmetið og innmatinn helltum við vatni yfir, krydduðum með salti og pipar og þetta létum við sjóða allan þann tíma sem kalkúnninn var inni í ofninum.  Þegar smá tími var eftir að steikingartíma kalkúnsins, þá tókum soðið og sigtuðum, bættum síðan við öllum þeim vökva sem var í ofnskúffunni út í pottinn, þetta létum við sjóða saman, slökktum síðan undir og létum kólna aðeins, þannig að fitan settist ofan á soðið.  Við fleyttum fitunni ofan af og þessa fitu notuðum við í smjörbollu til að þykkja sósuna.  Sósan var mjög góð, bættum grænmetisteningi út í, til að fá aðeins sterkara bragð en sósan var góð.

Með kalkúninum vorum við með Waldorf salat, brúnaðar kartöflur, sætkartöflustöppu, venjulegt salat og rósakál.

Waldoft salat.
2 græn epli, kjarnhreinsuð, skorin í teninga
2-3 selleri stikla, þeir eru skornir í sneiðar
Vínber, skorin til helminga.
Majones
Sýrður rjómi
Við blönduðum majonesinu og sýrðarjómanum vel saman, kreistum eina sítrónu og settum safann út í og eina matskeið af hlynsírópi.  Þessu var öllu hrært vel saman.
Við settum síðan eplin, selleri og vínber út í skálina og blönduðum þessu varlega saman.  Þetta gerðum við að deginum til, settum síðan inn í ísskáp til að láta salatið taka sig.

Sætakartöflustappa.
Við skrældum kartöflurnar og skárum þær niður í bita, suðum í potti, þar til þær voru orðnar meira, þá var vökvanum hellt af, þær stappaðar með smöri og hreinum rjómaosti.  Kryddað með salti og pipar eftir smekk.
Brúnaðar kartöflur.Suðum kartöflur og skældum.Þegar kom að því að brúnað þær, þá settum við sykur á pönnu og klípu af smörlíki.  Sykurinn og smörlíkið bráðna og blandast.  Þegar sykurinn er orðinn brúnn, þá eru kartöflurnar settar varlega út í sykurbráðina og þeim velt fram og til baka.  Við settum rjómaslettu út á pönnuna til að fá smá karamellu, létum þetta sjóða smá stund á pönnunni.

Það má finna fróðleik og uppskriftir á kalkunn.is

Senn líður að Þakkargjörðarhátíðinni. Mér fannst tilheyrandi að setja þennan fróðleik með.

Bandaríski þakkargjörðardagurinn er haldinn hátíðlegur fjórða fimmtudag í nóvember ár hvert. Hann er einn af fáum hátíðisdögum þar í landi sem alfarið er upprunninn í Bandaríkjunum sjálfum. Flestar hátíðir Bandaríkjamanna bárust vestur með evrópskum innflytjendum, en tóku þar ýmsum breytingum og þá jafnvel mismunandi eftir fylkjum.

Fyrsta þakkargjörðardaginn héldu enskir púrítanar, svonefndir pílagrímar, haustið 1621. Þeir höfðu í september árið áður hrökklast með skipinu Mayflower frá borginni Plymouth á Englandi að strönd Massachusettsflóa. Þar stofnuðu þeir nýlenduna Plymouth. Eftir harðan vetur en góða sumaruppskeru ákváðu pílagrímarnir að þakka Guði fyrir alla hans velgjörninga með þriggja daga hátíð. Þeir buðu innfæddum einnig að taka þátt í veislunni, en til matar voru einkum kalkúnar og villibráð.

Næstu hálfa aðra öld voru uppskeruhátíðir til guðsþakka haldnar á víð og dreif í nýlendunum vestra en þó ekki á sameiginlegum degi. Hinn 26. nóvember árið 1789 lýsti George Washington (1732-1799), fyrsti forseti Bandaríkjanna, því yfir að allir þegnar ríkisins skyldu þakka almættinu velgjörðir á liðnu ári, hverrar trúar sem þeir væru, en tiltók engan sérstakan dag.

Árið 1863 mælti Abraham Lincoln (1809-1865) forseti svo fyrir að allir Bandaríkjamenn skyldu halda hátíðlegan þakkargjörðardag fyrir gæði síðasta árs. Hann skyldi haldinn síðasta fimmtudag í nóvember, en sá dagur var í nánd við daginn sem George Washington gaf út yfirlýsingu sína. Ritstjóri kvennablaðsins Lady’s Magazine, Sarah J. Hale (1788-1879), hafði þá lengi barist fyrir þessu máli. Árið 1939 breytti Franklin D. Roosevelt (1882-1945) forseti dagsetningunni í fjórða fimmtudag nóvembermánaðar og bandaríska þingið staðfesti tillögu hans árið 1941.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s