Við fórum á staðinn. Mikill mannfjöldi var á Skólavörðustígnum til að sýna sig og sjá aðra enda allar búðir opnar og vel tekið á móti fólki. En hápunkturinn var sem sagt kjötsúpan, þessi gamla góða sem flest allir þekkja. Fleiri hundruð lítrar voru eldaðir af súpu. Við smökkuðum á þremur stöðum, byrjuðum fyrir framan Eggert feldskera, síðan hjá Snaps og enduðum fyrir framan Sjávargrillið. Það voru langar biðraðir á öllum stöðum en allt gekk ótrúlega hratt og vel fyrir sig. Veðrið var kalt og allir vel búnir, með húfur og trefla. Þetta var skemmtileg samverustund með fólki sem maður þekkti alls ekki neitt, samt sást eitt og eitt kunnuglegt andlit sem var ánægjulegt. Hlökkum til næstu kjötsúpuhátíðar að ári.
Kæru þið, sem standið að þessum viðburði, hafið hjartans þökk fyrir.