Hafrakex


haframjöl1

haframjol2

Mér finnast haframjölskökur einstaklega góðar. Mamma var mjög dugleg að baka hafraklatta þegar ég var að alast upp, og minnir þetta mig alltaf á drekkutímann heima. Mér finnast þær bestar með smjöri, góðum osti og að sjálfsögðu marmelaði eða góðri sultu ofan á. Þessi uppskrift er auðveld og fljótleg. Ég er viss um að það væri mjög gott að raspa smá börk af sítrónu eða appelsínu út í deigið.

Hráefni
150 g smjör
220 g sykur
2 stk. egg
230 g hveiti
¾ tsk matarsódi
¾ tsk salt
250 g haframjöl
1 tsk vanilludropar

Hafið smjörið mjúkt, setjið allt hráefnið saman í hrærivélina og hnoðið rólega saman. Mér finnst best að skipta deiginu í tvo helminga. Hnoða þá saman í höndunum og rúlla í rúllu. Skera svo í sneiðar og fletja sneiðarnar út í lófanum. Ég kýs að hafa kökurnar í stærri kantinum hjá mér. Að sjálfsögðu má hafa kökurnar minni. Allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Setjið kökurnar á plötu og bakið við 180 gráður í 10-12 mín. Ég baka í 12-13 mín hjá mér.

Verði ykkur að góðu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s