Kjötsúpa


skolavordustigur

Mér finnst fátt þjóðlegra en kjötsúpa.  Kjötsúpan er haustboðinn með tilheyrandi kulda, rökkri, kertaljósum og góðri samveru með fjölskyldunni. Þetta er akkurat tíminn þegar allir eru á fullu  í skólanum, prófin á næsta leyti  og undirbúningu jóla er farin af stað. Allavega á mínu heimili 🙂 Mér finnst frábært að elda kjötsúpu í nógu stórum potti og hóa í fjölskyldumeðlimi til að njóta hennar með.

Núna n.k. laugardag verður hinn árlegi kjötsúpudagur sem íslenskir sauðfjár- og grænmetisbændur standa að baki. Mér finnst þetta frábært framtak. Ég hvet alla til að kíkja í bæinn og fá sér heita og góða súpu. Við hjá Heimilismat ætlum allavega ekki að missa af þessu.

Ég set hérna með góða uppskrift af kjötsúpu frá freisting.is

Hráefni
600 g lambakjöt af framparti, eða gott súpukjöt
eftir smekk Salt og pipar
2-3 l vatn
3 stk. íslenskar kartöflur
1stk. blaðlaukur
3 stk. gulrætur
1stk. rófur
80 g sellerí
½ dl hrísgrjón
2-3 tsk ferskar kryddjurtir (blóðberg, graslaukur, vorlaukur)

Aðferð
Skerið kjötið í smáa bita eða gefið á beini. Hitið kjötið í vatni þannig að fljóti yfir, látið suðuna koma upp. Skolið kjötið í sigti eða fleytið af alla froðu og eggjahvítuefni sem koma upp á yfirborðið.
Bætið í vatni, látið suðuna koma upp og fleytið af auka fitu ef fólk vill fituminni súpu. Látið malla í um 60 mín, bætið í grænmeti og látið malla eftir smekk um 2 tíma. Sumir vilja grænmetið minna eldað en öðrum finnst súpan best við þriðju hitun. Kryddið með salti og pipar, bætið í hrísgrjónum og sjóðið í um 20 mín, bætið í kryddjurtum. Auðvitað má nota þurrkaðar súpujurtir, feita kjötbita og annað sem fólk er vant.
Framreiðið í bolla eða í fallegri skál.

 

Gleðilegan kjötsúpudag og njótið dagsins

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s