6 klst. grísabógur


svinabogur1

svinabogur2

bogur3

Eitt af mörgum áhugamálum þessa heimilis er að safna matreiðslubókum og eigum við orðið ansi stórt og gott safn af bókum. Okkur finnst alltaf jafn gaman að bæta nýjum bókum í safnið. Við keyptum okkur bók sem Nóatún gaf út til styrktar Fjölsmiðjunni og heitir bókin því einfalda nafni „Veisla“ það eru margar góðar uppskriftir í bókinni þ.a.m. uppskrift af 6 klst. grísabógi. Ég er þeirrar skoðunar að þetta er ein besta uppskrift af grísabóg sem við höfum eldað. Bragðið er dásamlegt. Við höfum eldað þessa uppskrift nokkrum sinnum á síðustu árum og slær hún alltaf jafn vel í gegn.

Uppskrift fyrir 8 manns.

Hráfefni
3 kg grísabógur
2 msk söxuð fersk salvía (einnig hægt að nota þurrkaða)
2 msk ferskt saxað rósmarín
10 hvítlauksgeirar
1 msk fennelfræ
1 ½ msk sjávarsalt
1 msk nýmalaður pipar
1 msk hvítvín (matreiðsluvín eða hvítvínsedik)
1 msk olía

Hitið ofninn í 130 gráður. Setjið kryddin og hvítlaukinn í matvinnsluvél og maukið vel. Bætið hvítvíni og olíu saman við og hrærið varlega. Skerið skurði á pöruna á bógnum, þannig að skurðurinn nái alveg niður að kjöti. Nuddið kryddmaukinu vel á allt kjötið og ofan í raufarnar. Setjið lok á pottinn og inn í ofn í 6 klst. Takið kjötið út og látið það standa í 15 mín. Áður en þið skerið í kjötið. Ef þið viljið fá pöruna stökka, takið þá lokið af pottinum og setjið ofninn á grill síðasta korterið.

Meðlætið hjá mér var ferskt salat, rjómasveppasósa og sæt kartöflumús

Rjóma sveppasósa
1 askja sveppir
1 peli rjómi
Salt, pipar, grænmetisteningur og smjör

Skerið sveppina niður, bræðið smjör í potti og steikið sveppina á háum hita, kryddið með salti og pipar. Þegar sveppirnir eru orðnir brúnir á lit, lækkið hitann og setjið rjómann út í ásamt ½ grænmetistening, bætið hinum helmingnum við ef þurfa þykir. Smá rifsberjagel bætir yfirleitt alltaf bragð á sósum. Takið smá soð úr pottinum til að bragðbæta sósuna með. Munið að hafa hitann lágan og hræra reglulega í sósunni. Setjið smá sósulit út í í lokin.

Hvítlauks sætkartöflumús með salti, pipar og múskati.
Aðferð: Skrælið 2-3 kartöflur og sjóðið. Reyndar fer magnið að sjálfsögðu eftir fjölda matargesta. Þegar kartöflurnar eru soðnar, eru þær maukaðar í potti eftir að vatninu hefur hellt af. Setjið út í smjörklípu, 2-3 pressuð hvítlauksrif og kryddið með salti, pipar og rifnu múskati.

Verði ykkur að góðu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s