Hver hefur ekki borðað eggjabrauð með bestu list? Allavega hef ég gert það oft og iðulega. Minnsti guttinn minn er búinn að vera heima veikur og langaði honum í egg í hádegismat. Ég ákvað að prófa af færa eggjabrauðið yfir á aðeins hærra plan en venjulega því ég átti í ísskápnum nýlagað Aioli sem ég vissi að mundi passa einstaklega vel með brauðinu.
Hráefni
4 brauðsneiðar
ostsneiðar
2 egg
½ dl rjómi eða mjólk
2-3 msk vatn
Salt, pipar, steinselja (þurrkuð) og smá raspaður parmesan
Blandið saman í skál eggjum, vökva, kryddi og parmesan ef þú átt hann til.
Setjið ostsneiðar á milli tveggja brauðsneiða. Fletjið síðan nokkrum sinnum yfir samlokuna með kökukefli. Bræðið smjör á pönnu, setjið samlokurnar ofan í eggjablönduna og snúið brauðinu við. Setjið þetta því næst á pönnu og steikið. Ég átti nokkra ferska sveppi og setti ég þá í pott með bræddu smjöri og salti. Með þessu hafði ég tómat- og gúrkusneiðar ásamt mínu dásamlega heimagerðu Aioli.
Nammi gott, njótið
mjög girnilegt hjá þér skvís:)
Takk takk, ertu búin að prófa? 🙂