Möndlukaka- þessi bleika og klassíska


möndlukaka

Mér fannst tilvalið að baka bleika köku í dag þar sem október er runninn upp. Í mínum huga er aðeins til ein bleik kaka og er það möndlukaka. Það er tilvalið að setja gott kaffi í sparibollana kveikja á kvertum og njóta þessarar köku í góðum félagsskap.

 

Hráefni

2 ½ dl hveiti

1 ½ dl sykur

3 egg

1 tsk lyftiduft

80 grömm smjör

1 dl mjólk

2 tsk möndludropar

1 tsk vanilludropar

 

Byrjið á að þeyta sykur og smjör vel saman. Ef smjörið er hart þá finnst mér best að hita það smá í potti áður, bara smá til að lina það upp. Bætið síðan eggjum við, einu í einu, og hrærið vel á milli. Þetta er ekki ósvipaðra og þegar formkökur eru gerðar. Því meir sem er hrært með eggin, því betra verður deigið. Núna fara droparnir, Því næst þurrefnin saman við og að lokum mjólkin. Ég reyni alltaf að hræra sem minnst eftir að þurrefnin eru komin út í. Ég hræri alltaf varlega í hrærivélinni og klára svo í höndunum með sleif. Hellið ofan í tertuform og bakið við 180 gráður  í 25-30 mínútur.

 

Glassúr

Ca. 150 grömm flórsykur

1-2 msk Ribena sólberjasaft

1-2 msk soðið vatn.

 

Hræri þetta vel saman með sleif. Ef það þarf að þykkja eða þynna þá set ég bara smá dass af hvorutveggja út í. Mér finnst samt ekki of gott að hafa kremið allt og stíft. Setjið ofan á kökuna þegar hún hefur kólnað.

 

Borðið og njótið.

Pink-Ribbon1

2 thoughts on “Möndlukaka- þessi bleika og klassíska

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s