Hægelduð fyllt lambahjörtu


hjarta4

hjarta1

hjarta2

hjarta3

 

Jæja loks kom af því að ég hægeldaði fyllt hjörtu. Ég er viss um að margir gretta sig við að lesa þetta. Ég er ein af þeim sem borða lifur og finnst mér hún góð. Ég kaupi yfirleitt eftir haust slátrun 2-3 pakka af lifur og á í frystinum. Ég hef einu sinni áður eldað hjörtu og var þá með þau í hjartaböku. Mig hefur lengi langað til að elda fyllt hjörtu. Eftir leit af góðri uppskrift þá var ákveðið að hafa þetta í matinn í kvöld. Þetta var virkilega góður matur, bæði litli guttinn minn og stóri unglingurinn borðuðu þetta með góðri list. Ég notaði góða rifsberjahlaupið frá tengdó til að fullkomna sósuna.

Hráefni
1 pakki hjörtu (4-5 stk.)
1 bréf beikon
6 gráfíkjur
1 epli
1 askja sveppir
Salt, pipar og annað krydd eftir smekk
2-3 msk rifsberjahlaup
Hveiti jafningur til að þykkja sósuna með.

Skolið hjörtun, þerrið vel og bankið ofan á þau með skaftinu á hnífnum. Ég snyrti hjörtun til, sker mestu fituna utan af.  Flysjið eplið og skerið í litla bita, skerið gráfíkjurnar í 4 langa bita,
Fyllið hjörtun með ávöxtunum og beikoninu og lokið fyrir með trétannstönglum 3-4 í hvert hjarta. Setjið hjörtun í heitann pott með bræddu smjöri í, kryddið þau með salti og pipar. Steikið hjörtuun vel á háum hita, snúið þeim varlega ca. 2-3 sinnum. Setjið því næst ca  4 dl af vatni í pottinn og látið malla á vægum hita í 3 klst
Takið hjörtun úr pottinum og setjið til hliðar meðan sósan er löguð í pottinum. Haldið hjörtunum heitum meðan sósan er búin til. Smakkið soðið og kryddið ef þarf, bætið sultunni í pottinn og þykkið með hveitinu. Stundum þegar ég bý til sósu og mér finnst eitthvað bragð vanta þá er trixið oft að setja smá Aromat út í. Mér finnst alveg ótrúlegt hvað Aromatið getur stundum komið með rétta bragðið.
Meðlætið var steiktar dill kartöflur og rauðbeður.
Mæli með þessum rétti

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s