Dags gamalt snittubrauð.
Mér finnst alltaf jafn fúlt þegar snittubrauðið verður hart hjá mér. Reyndar segja sumir að með því að vefja brauði inn í viskastykki megi halda því lengur mjúku og góðu. Ég nýtti harða snittubrauðið mitt á nýjan máta um daginn sem meðlæti með matnum. Ég skar brauðið niður í þunnar sneiðar, raðaði í eldfast fat. Bræddi í potti smjör, kramda hvítlauksgeirs og ferska steinselju úr glugganum hjá mér. Hellt því yfir og setti inn í ofn í ca 10 mín. Á 150 gr. Brauðið varð vel löðrandi í smjöri og hvítlauk. Að lokum stráði ég grófu salti yfir og smá parmesan.
Nammi gott 🙂