Kjúlinganúðlur með grænmeti og sósu


nudlur2

nudlur1

Þessi réttur er einfaldur þó listinn virðist vera langur. Reyndar er það oft með núðluréttina, innihaldslistinn virðist vera svo langur og flókinn. Þegar maður byrjar að elda núðlurétti og kynnist hráefnunum betur þá er þetta minnsta mál og virkilega gaman. Sósan sem er með þessum rétti, er nánast unaðsleg. Það er að segja ef þú fýlar, tamarisósu, hvítlauk og engifer. Ég ætla næst að prófa mig áfram og notast við þennan grunn í að búa til nautakjöts núðlusúpu. Ekkert ósvipaða og eru á Noodle station. Frábær staður með góðan mat á góðu verði.

Hráefni

400 gr núðlur, ég notast yfirleitt við gulu eggjanúðlurnar
Kjúklingur, bringur eða heill kjúklingur
2 gulrætur skornar í mjóa strimla
1 rauð paprika skorin í mjóa strimla
1 laukur
1 brokkolíhaus
½ blómkálshaus
1 dós water chesnut
80 gr cashewhnetur, þurrristaðar á pönnu
1 tsk sesamolía, mjög gott að nota, alls ekki nauðsynlegt
1 msk kókosolía
Fersk kóríander lauf til að skreyta (má sleppa)

Fyrir sósuna
1,5 msk maísmjöl/ kartöflumjöl
2 hvítlauksgeiri, saxaður smátt (eða marinn)
2 tsk ferskt engifer, saxað smátt eða rifið með rifjárni
2 msk agavesíróp
6 msk tamarisósa
Smá cayenpipar
grænmetisteningur
500 ml af vatni

Sjóðið vatn og setjið núlurnar út í pottinn eftir að suðan kemur upp. Nauðsynlegt er að allar núðlurnar fari ofan í vatni. Ef þær standa uppúr þá verða þær að harðri klessu. Sjóðið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum, sigtið allt vatn frá að suðu lokinni. Setjið núðlurnar undir kalt vatn í nokkrar sek. Setjið til hliðar.

Hitið pönnuna (án olíu) og þurrristið cashewhneturnar í nokkrar mín. eða þar til þær verða gullbrúnar. Setjið til hliðar.

Sósan, setjið 500 ml af vatni í lítinn pott ásamt grænmetisteningnum, leysið hann upp.  Blandið saman í sér skál maísmjöli, tamarisósu og agavesírópi í litla skál og hellið í pottinn. Afhýðið engifer og hvítlauk og saxið smátt eða rífið með rifjárni. Setjið allt í pottinn og hitið í um 30 mín. við vægan hita eða þangað til sósan fer að þykkna. Hún á samt ekkert að verða almennilega þykk, en á að þykkna örlítið.

Ef þið eruð ekki að notast við afgangskjúkling eða eldaðann kjúkling þá eldið þið hann snöggvast. Setjið kókosolíu á pönnu/pott og steikið kjúklinginn. Notið aðeins kjötið af kjúklingnum, ekki skinnið. Setjið kjötið til hliðar og rífið/skerið það niður.

Steikið því næst allt grænmetið, gott er að byrja á gulrótunum, þær þurfa lengri tíma en hitt. Setjið restina af grænmetinu út í pottinn eftir ca. 3 mín.
Setjið því næst sósuna út á grænmetið og látið malla í ca 3 mín. Núðlurnar fara því næst út á og kjúklingurinn að lokum. Mér finnst best þegar ég er með núðlur að klippa/skera þær. Mér finnst betra að borða núðlurnar þegar þær eru ekki svona langar. En það er smekksatriði að sjálfsögðu. Setjið cashewhneturnar síðastar yfir, rétt áður en maturinn er borinn fram.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s