Stjörnukaka (Silviukaka)


silvia1

silvia2

Mér finnst gaman að baka og er alltaf til í að prófa nýjar uppskriftir. Ég ákvað að byrja helgina vel síðasta föstudag og tók á móti drengjunum mínum með köku eftir skóla. Veðrið er ekki búið að vera það skemmtilegasta uppá síðkastið, einnig er búið að vera mikið að gera hjá mér síðustu daga. Þá er fátt betra en að ná gæðastund yfir köku og spjalli. Ég fékk þessa uppskrift á ljufmeti. Kakan er súper auðveld og kremið kemur svo skemmtilega á óvart, bragðið og áferðin.

Stjörnukaka (Silvíukaka)
2 egg
2 dl sykur
1 dl vatn
2 dl hveiti
2 tsk lyftiduft

Glassúr
75 gr smjör
1 dl flórsykur
2 tsk vanillusykur
1 eggjarauða
kókosmjöl
Hitið ofninn í 175°. Hrærið egg og sykur saman þar til létt og ljóst. Bætið vatninu saman við og hrærið snögglega. Bætið hveiti og lyftidufti út í og hrærið þar til deigið verður slétt. Setjið deigið í smurt bökunarform og bakið í ca 30 mín. Ég gerði þá vitleysu að baka í springformi klæddu bökunarpappír að inna, því urðu  hliðarna á kökunni ekki nógu fallegar.

Á meðan kakan er í ofninum er glassúrinn gerður. Bræðið smjörið í litlum potti við vægan hita og hrærið sykri, vanillusykri og eggjarauðu saman við.
Þegar kakan er tilbúin er glassúrinn breiddur yfir kökuna og kókosmjöli stráð yfir. Ég setti aukalega kökuskraut yfir, Emil Nói minn valdi sér þetta skraut í Allt í köku, þá verða allar kökur stjörnukökur hjá okkur. Hann kallar blómin stjörnur. Og var því ákveðið að þessi kaka fengið nafnð Stjörnukaka á mínu heimili.
Verði ykkur að góðu.

2 thoughts on “Stjörnukaka (Silviukaka)

  1. Excellent blog right here! Also your site
    loads up fast! What host are you the usage of? Can I get your affiliate link to
    your host? I wish my web site loaded up as quickly as
    yours lol

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s