Gúllassúpa


gullas1   gullas6

gullas2

gullas3

Gúllassúpa fyrir 4-6
500 g nautakjöt
400 g kartöflur
200 g gulrætur
100 g laukur
200 g sveppir
200 g rauð paprika
4 stk hvítlauksrif
1 tsk kúmen
2 tsk paprikuduft
800 g niðursoðnir tómatar / saxaðir
Kjötkraftur

Krydda kjötið með salti og pipar, steikja (brúna) það á pönnu og setja síðan í pott með sjóðandi vatni, sem búið er að setja kjötkraft út í.  Bæta niðursoðnu tómötunum út í pottinn og sjóða þetta rólega.
Skera niður lauk, gulrætur, papriku og sveppi og steikja á pönnu, ekki steikja allt í einu, því þá soðnar þetta bara á pönnunni.  Bæta þessu út í pottinn ásamt hvítlauknum en hann var saxaður smátt.  Skera helminginn af kartöflunum niður og setja út í pottinn, því það þykkir súpuna.  Látta þetta sjóða rólega, þar til kjötið fer að verða tilbúið, þá setja restina af kartöflunum út í pottinn og láta sjóða þar til allt er tibúið.  Smakka til og krydda ef þarf.
Með þessu er gott að bera fram gott brauð og jafnvel smá sýrðan rjóma til að setja út á súpuna.

2 thoughts on “Gúllassúpa

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s