Snitsel


sniddsel

Það kemur stundum yfir mig afar sterk löngum í eitthvað ákveðið, í þetta skiptið varð ég að fá svínakjöt og snitsel varð það vera. Með þessu hafði ég gular baunir hitaðar í smjör og salti. Að sjálfsögðu nota ég salti frá Saltverk, sem mér finnst mjög gott salt. Soðnar kartöflur og soðið ferskt og nýtt grænmeti. Góður og sígildur réttur.

Hráefni
Svínakjöt, barið eða óbarið
1 egg
Raspur
Salt, pipar, olía og smjör

Meðlæti
Gular baunir
Kartöflur
Gulrætur
Brokkolí
Blómkál

Berja þarf kjötsneiðarna ef það er ekki þegar búið að því. Setjið hrátt egg í skál og pískið með gafli eða pískara. Setjið rasp á disk ásamt því kryddi sem á að nota, í þessu tilfelli salt og pipar. Veltið kjötsneiðunum upp úr egginu, því næst veltið kjötinu upp úr raspinum. Þekjið sneiðarnar vel með raspinum. Steikið á pönnu við meðalhita í svona ca. 4 mín á hlið. Setjið því næst sneiðarnar í eldfast mót með smá smjör sneið ofan hverja kjötsneið og inn í ofn í ca. 20 mín við 180 gr.

Berið fram með meðlæti eða eigin vali. Það er mjög gott að kreista sítrónu yfir per sneið og bera fram með hrásalati

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s