Ég er mjög hrifin af hrásalati og á mínum yngri árum gat ég hreinlega borðað þetta með öllum mat, meira að segja notaði ég þetta oft ofan á pizzur. Síðan því betur fer óx þessi mikli hrásalats áhugi af mér. Þangað til ég uppgvötaði þessa uppskrift frá Gordon Ramsey. Ef þú fílar hrásalat þá verður ekki aftur snúið eftir að þú hefur prófað þessa uppskrift. Þú munt líklega aldrei aftur kaupa búðarsalat.
Hráefni
1 lítill, snyrtur hvítkálshaus
4 stórar gulrætur, afhýddar og rifnar niður
8-10 msk majones
4 msk gróft sinnep
2 msk sítrónusafi
2-3 msk sykur
Rífið niður hvítkál og gullrætur. Blandið saman í sérskál majonesi, sinnep, sítrónusafa og sykur. Hrærið vel saman áður en sósunni er blandað yfir grænmetið. Kryddið með salt og pipar ef þið teljið vera þörf á því. Einnig er hægt að nota létt majones á móti sýrðum rjóma. Ég hef stundum gert það þegar þannig liggur á mér.
Skora á ykkur að prófa þessa uppskrift og njóta hennar með mat.
Verði þér að góðu
Bakvísun: Snitsel | Heimilismatur
Reyndi þetta núna, með þau hráefni sem ég átti til, og þetta var rosalega gott! Takk fyrir uppskriftina 🙂
Frábært, gaman að heyra Sigríður 🙂